Steinegg ehf. var stofnað árið 1997 og sérhæfði sig fyrstu árin í útgáfu og framleiðslu bóka í mjög litlu broti.

Árið 2002 urðu tímamót þegar samstarf hófst með breska fyrirtækinu Helen Exley Giftbooks um útgáfu gjafabóka frá Helen Exley á íslensku. Fyrstu gjafabækurnar komu síðan út á íslensku árið 2003 og fengu strax mjög góðar viðtökur kaupenda. Á hverju ári gefum við út nýjar gjafabækur frá Helen Exley.

Við gefum einnig út vandaðar barnabækur og árið 2008 kom út fyrsta ljósmyndabókin fyrir ferðamenn og hafa fleiri komið í kjölfarið.

Við höfum einnig boðið upp á vandaða gjafavöru sem hefur notið mikilla vinsælda.

Núna er margt nýtt og spennandi á döfinni hjá Steinegg.

Steinegg
Netfang:
steinegg@steinegg.is
Veffang:
www.steinegg.is