Röskva er komin á unglingsárin, alin upp af móður sinni og ömmu í Vogum. Hluti af uppvexti Röskvu er að hún er öðruvísi en aðrir. Hún hefur lengi vitað að eitthvað er dularfullt við líf hennar, þótt mamma hennar hafi aldrei viljað tala um það. En spennan stigmagnast þegar Jónsmessan nálgast, 24. júní 2011. Selena og Þjálfi, hálfbróðir Röskvu, úr hulduheimum, reyna að ná henni til að útrýma henni. Hér segir frá magnaða garðinum, þar sem hún fær dularfulla armbandið og fyrsta kossinn frá Janusi. Síðan tekur við ævintýralegur flótti úr Vogunum, um Álfaborg á leið til Hellna á Snæfellsnesi.

Höfundur: Kolbrún Aðalsteinsdóttir
Stærð: 21,7 cm á hæð, 14 cm á breidd.
170 blaðsíður
ISBN 978-9935-421-18-0

Verð kr. 2.073

Panta

Röskva er fjórða unglingabók Kolbrúnar Aðalsteinsdóttur. Fyrri bækur hennar
hafa allar notið mikilla vinsælda.
Kolbrún er höfundur hinna sívinsælu
Dagbóka og nú fáum við að fylgjast með ævintýrum Röskvu.