Iðkun jóga bætir lipurð, styrk og jafnvægi, dregur úr streitu og kvíða, eykur þrek og stuðlar að jafnvægi líkama og sálar.

Jóga: Grunnæfingar lýsir 88 æfingum með fallegum teikningum. Með þeim fylgir nafn æfinganna á sanskrít og lýsing á því hvernig þær skal framkvæma.

Höfundurinn hefur ritað margar metsölubækur um jóga og pilates, skrifar mikið um heilsu og líkamsrækt og er fimleika- og jógakennari.

Bókin er mjög fallega myndskreytt og bundin inn með fornri kínverskri aðferð. Hún er frábær gjöf jafnt til byrjenda sem forfallinna jógaaðdáenda.

Höfundur: Jacqueline May Lysycia

Stærð: 20 cm á hæð,
16 cm á breidd.
96 blaðsíður
ISBN 978-9935-421-42-5

Verð kr. 3.620

Panta