Tattoo tengjast listfengi, uppreisnarhug, einstaklingshyggju, ættbálkum – og eru ótrúlega skapandi. Þegar þú hefur einu sinni ánetjast blekbakteríunni er engin leið til baka. Þessi lokkandi bók skoðar yfir 80 myndefni húðflúrsins frá margvíslegum menningarskeiðum og veitir innblástur hverjum þeim sem hefur í hyggju að fá sér húðflúr. Þá dregur bókin fram dýpri merkingu og mannfræðilega sögu að baki hvers tákns sem eru frá öllum byggðum heimsálfum jarðar.
Fjallað er um eitt tattoo á hverri blaðsíðu með nákvæmum skýringum og sögu. Bókin er prentuð á gæðapappír og bundin með fornri kínverskri aðferð. Tattoo er einstök og aðlaðandi bók sem höfðar jafnt til karla sem kvenna – og allra sem heillast af húðflúri eða búa yfir leyndri ósk um að fá sér tattoo.
Ekki er að efa að bók þessi mun vekja áhuga hér á landi, þar sem vegur tattoos hefur vaxið mjög á undanförnum árum.
Höfundur: Jack Watkins
Stærð: 20 cm á hæð,
16 cm á breidd.
96 blaðsíður
ISBN 978-9935-421-39-5
Verð kr. 3.620
Panta