Gjafabækurnar frá Helen Exley hafa farið sigurför um heiminn og seljast nú á hverju ári meira en 4 milljónir bóka á yfir 30 tungumálum í yfir 80 löndum. Steinegg hefur verið í samstarfi við Helen Exley frá árinu 2003 þegar fyrstu bækurnar komu út hjá Steinegg. Núna er komnar út á annað hundrað gjafabækur í íslenskri útgáfu Steineggs og margar fleiri væntanlegar.

Gjafabækur Helen Exley fjalla um mikilvægustu samskipti manna: ástina, tengsl fjölskyldna, vináttuna. Algeng stef í bókum Helen er viskan, kyrrðin og persónuleg gildi. Rannsóknarteymi hennar láta einskis ófreistað til að gera hverja bók eins vel úr garði og framast er unnt. Við viljum að það sé gaman að gefa bækurnar okkar og gaman að fá þær. Allar eru bækurnar hugsaðar til gjafa og ekkert til sparað við að tryggja að þær séu góð gjöf jafnt frá sjónarhóli gefanda og þiggjanda, fallegur vottur um hugulsemi sem eigi vel við aðstæður.

Helen Exley hefur safnað tilvitnunum fyrir bækur sínar í meira en þrjátíu ár og kemur sjálf að vali á efni og hönnun hverrar bókar sem kemur út undir hennar nafni þrátt fyrir að hún hafi yfir að ráða hópi ritstjóra, hönnuða og rannsóknaraðila sem leggjast á eitt um að gera hverja bók einstaka.

Gjafabækurnar skiptast í eftirtalda flokka. Smelltu með músinni og fáðu nánari upplýsingar um hvern flokk.

Ávallt vinir, 6 titlar
Elskulegar bækur, 7 titlar
Fliss bækur, 2 titlar
Glitrandi bækur, 3 titlar
Gjafabækur lífsins, 4 titlar
Litlar gjafabækur, 8 titlar
Litlu sponsin, 11 titlar
Lífið er dásamlegt, 6 titlar
Lyklakippubækur, 6 titlar
Silfur bækur, 2 titlar
Spakmæli dagsins, 4 titlar
Stórar gjafabækur, 5 titlar
Yndislegar bækur, 11 titlar